04.10.2023 08:00:00

Amaroq undirritar lykilsamninga við Thyssen Schachtbau og Tamarack Mining Services

TORONTO, Canada, Oct. 04, 2023 (GLOBE NEWSWIRE) -- ("Amaroq" eða "fyrirtækið" eða "félagið"

Amaroq undirritar lykilsamninga við Thyssen Schachtbau og Tamarack Mining Services

TORONTO, ONTARIO – 4. október 2023 – Amaroq Minerals Ltd. (AIM, TSXV, aðalmarkaður Nasdaq Iceland: AMRQ), íslensk kennitala 600122-9910, sjálfstæðu námufyrirtæki með leyfi til leitar og vinnslu á gulli og öðrum verðmætum jarðefnum á stóru landsvæði á Suður-Grænlandi, er ánægja að staðfesta undirritun verktakasamnings um námuvinnslu við Thyssen Schachtbau GmbH ("Thyssen Schachtbau") og samnings um innkaup og stuðning við aðfangakeðju við Tamarack Mining Services ("Tamarack").

Helstu atriði:

  • Thyssen Schachtbau er sérhæft, þýskt verktakafyrirtæki á sviði námuvinnslu með yfir 150 ára reynslu af vinnu við erfiðar aðstæður á afskekktum norðurslóðum.
  • Tveggja ára verktakasamningurinn sem nú er gerður við Thyssen Schachtbau tekur til endurbóta á núverandi inngöngum, römpum, loftræstingu og rafveitu á námasvæðinu sem um ræðir, og svo frumþróunar og graftar í fjalllendinu, þar sem mikið er af náttúruauðlindum.
  • Tamarack er kanadískt hópinnkaupafyrirtæki (Group Purchasing Organization (GPO)) sem þjónar eingöngu alþjóðlegum námuiðnaði og býr yfir meira en hálfrar aldar reynslu af alþjóðlegum innkaupum fyrir námuvinnslu og þjónustu við aðfangakeðjur. Fyrirtækið starfar vítt og breitt um Norður-Ameríku og nú líka á Grænlandi.
  • Undirbúningur er kominn vel á veg og nú þegar hefur verið gengið frá kaupum á öllum helstu vörum með lengri afhendingartíma. Tekið var á móti fyrstu gámunum á Nalunaq-vinnslusvæðinu 13. september 2023.
  • Endurbætur við Nalunaq hefjast í fyrstu viku október 2023.

Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, sagði:

"Þessir samningar við reynda og trausta samstarfsaðila er afar mikilvægt skref í átt að því að hefja námastarfsemi í Nalunaq á nýjan leik. Lykilatriði í vali okkar á báðum aðilum var sérfræðiþekking þeirra á verkefnum á afskekktum stöðum, að ógleymdri áherslu þeirra á öryggi og skilvirkni. Nú þegar þessir samningar eru í höfn getum við hafist handa við næsta áfanga verkefnisins og við áætlum að hefja endurbætur síðar í þessum mánuði."

Markus Beermann, forstjóri Thyssen Schachtbau, sagði:

"Það er okkur ánægja að leggja Amaroq lið í þessu verkefni og við hlökkum til að hefjast handa við Nalunaq-verkefnið. Thyssen Schachtbau kemur til með að byggja á víðtækri reynslu sinni af námuverkefnum á norðlægum slóðum sem svipar til Nalunaq. Þetta er líka frábært tækifæri til að auka umfang og fjölbreytni í starfsemi okkar á svæðinu með tilheyrandi tækifærum til rannsókna og námugraftar.

Ben-Schoeman Geldenhuys, einn stofnenda Tamarack Mining Services, sagði:

"Þar sem Nalunaq er svo afskekkt veltur allt á því að tryggja hnökralaus innkaup og birgðastjórnun. Þar kemur Tamarack Mining Services til sögunnar með innkaupa- og samningamætti sínum. Innleiðing Amaroq á Blindspot™-gervigreindartækninni frá Tamtek til að stýra aðfangakeðjum, innkaupum og viðhaldi er til marks um nýsköpunarhugsun fyrirtækisins þegar kemur að námuvinnslu. Við erum spennt fyrir því að leggja Amaroq lið við að efla og þróa námugeirann á Grænlandi."

Fyrirspurnir:

Amaroq Minerals Ltd. 
Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri og forstjóri
eo@amaroqminerals.com 

Eddie Wyvill, fyrirtækjaþróun 
+44 (0)7713 126727
ew@amaroqminerals.com

Stifel Nicolaus Europe Limited (tilnefnt sem ráðgjafarfyrirtæki og sameiginlegur verðbréfamiðlari)
Callum Stewart
Varun Talwar
Simon Mensley
Ashton Clanfield
+44 (0) 20 7710 7600 

Panmure Gordon (UK) Limited (sameiginlegur verðbréfamiðlari)
John Prior
Hugh Rich
Dougie Mcleod
+44 (0) 20 7886 2500

Camarco (fjármálaupplýsingagjöf)
Billy Clegg
Elfie Kent
Charlie Dingwall
+44 (0) 20 3757 4980 

Til að fá fréttir af félaginu:

Fylgið @Amaroq_minerals á Twitter
Fylgið Amaroq Minerals Inc. á LinkedIn

Frekari upplýsingar: 

Um Amaroq Minerals 

Helstu viðskiptamarkmið Amaroq Minerals er að finna, rannsaka og þróa námur með gulli og öðrum verðmætum málmum á Grænlandi. Helsta eign félagsins er 100% eignarhlutur í Nalunaq-verkefninu, námugreftri á rannsóknarstigi sem er vel á veg kominn og með vinnsluleyfi sem tekur meðal annars til Nalunaq-gullnámunnar þar sem gröftur var stundaður áður. Fyrirtækið er með leyfi til að vinna gull og aðra verðmæta málma úr jörðu á Suður-Grænlandi, meðal annars úr gullbeltunum tveimur sem vitað er um á svæðinu. Amaroq Minerals er stofnsett samkvæmt kanadískum fyrirtækjalögum og er eini eigandi Nalunaq A/S, sem er stofnsett samkvæmt grænlenskum lögum um hlutafélög.

Um Thyssen Schachtbau

https://www.thyssen-schachtbau.com/en/

Um Tamarack Mining Services

Tamarack Mining Services er hópinnkaupafyrirtæki sem veitir fyrirtækjum í námuiðnaði fulla þjónustu. Tamarack býður afkastabætandi lausnir svo sem hópinnkaup, ráðgjafarþjónstu, Tamtek-aðfangakeðju og -innkaupatæknina og alþjóðlega innkaupaþjónustu. Tamarack Mining Services einfaldar aðfangakeðjur í námugeiranum, er öflugur samstarfsaðili birgja innan lands og utan og styður við vöxt í námuhagkerfinu með samstarfi og aðkomu á hverjum stað.

https://www.tamarackms.com/about-us

Hvorki TSX Venture Exchange né eftirlitsaðili kauphallarinnar (samkvæmt skilgreiningu í reglum TSX Venture Exchange) ábyrgist að upplýsingarnar í þessari tilkynningu séu fullnægjandi eða réttar.

Innherjaupplýsingar

Í þessari tilkynningu eru engar innherjaupplýsingar.


Nachrichten zu AEX Gold Inc Registered Shsmehr Nachrichten

Keine Nachrichten verfügbar.

Analysen zu AEX Gold Inc Registered Shsmehr Analysen

Eintrag hinzufügen
Hinweis: Sie möchten dieses Wertpapier günstig handeln? Sparen Sie sich unnötige Gebühren! Bei finanzen.net Brokerage handeln Sie Ihre Wertpapiere für nur 5 Euro Orderprovision* pro Trade? Hier informieren!
Es ist ein Fehler aufgetreten!

Aktien in diesem Artikel

AEX Gold Inc Registered Shs 1,02 0,11% AEX Gold Inc Registered Shs