14.03.2018 18:55:38
|
Reginn hf.:Niðurstöður aðalfundar 2018
Aðalfundur Regins hf. var haldinn klukkan 16:00, miðvikudaginn 14. mars 2018 í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Björtuloftum, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.
1. Ársreikningur:
Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2017.
- Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2017:
Aðalfundur samþykkti að ekki yrði greiddur arður á árinu 2018 en að öðru leyti vísast til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum félagsins á árinu. Hagnaður verður fluttur til næsta árs.
- Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu:
Aðalfundur samþykkti framlagða starfskjarastefnu.
- Heimild til kaupa á eigin hlutum:
Ekki var lögð fram tillaga um kaup á eigin bréfum.
- Breyting á samþykktum félagsins:
Hluthafar lögðu ekki til við aðalfund breytingu á samþykktum félagsins.
- Tillaga stjórnar um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins
Tillaga um um heimild til stjórnar félagsins um hækkun hlutafjár um allt að kr. 270.943.956 að nafnverði og tilheyrandi breytingum á 2. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins var samþykkt. Forgangsréttur hluthafa mun ekki gilda um hið nýja hlutafé.
- Kosning félagsstjórnar:
Eftirfarandi einstaklingar voru kjörin í aðalstjórn til næsta aðalfundar:
Albert Þór Jónsson,
Bryndís Hrafnkelsdóttir,
Guðrún Tinna Ólafsdóttir
Ólöf Hildur Pálsdóttir
Tómas Kristjánsson
Eftirtalin voru sjálfkjörin í varastjórn:
Finnur Reyr Stefánsson,
Hjördís D. Vilhjálmsdóttir.
- Kosning endurskoðanda:
Aðalfundur samþykkti að KPMG ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík, yrði endurkjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins.
- Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil:
Aðalfundur félagsins samþykkti eftirfarandi þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar:
Stjórnarformaður: 640.000 kr. á mánuði.
Meðstjórnendur: 320.000 kr. á mánuði.
Varamenn: 150.000 kr. fyrir hvern setinn stjórnarfund, þó ekki hærra en 320.000 kr. fyrir hvern mánuð.
Seta í undirnefndum stjórnar:
Nefndarmaður í starfskjaranefnd: 20.000 kr. á mánuði.
Nefndarmaður í endurskoðunarnefnd: 40.000 kr. á mánuði.
Formaður endurskoðunarnefndar: 80.000 kr. á mánuði.
- Önnur mál:
Tillaga Eaton Vance Management um skipan tilnefningarnefndar var samþykkt með þeim breytingum sem fram komu af hálfu Gildis-Lífeyrissjóðs. Samþykkt tillaga er svohljóðandi:
"Aðalfundur Regins hf. ályktar að fela stjórn félagsins að undirbúa að koma á fót tilnefningarnefnd innan félagsins í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja, útgefnar af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum atvinnulífsins. Tillaga stjórnar að fyrirkomulagi tilnefningarnefndar hjá félaginu og leiðbeiningarreglur fyrir hana skal borin undir hluthafafund til samþykktar sem halda skal á árinu 2018. Miða skal við að fulltrúar í tilnefningarnefnd séu kosnir með beinni kosningu á hluthafafundinum, nema hluthafafundur samþykki það fyrirkomulag að stjórn skipi einn stjórnarmann í nefndina."
Reginn hf. - Niðurstöður aðalfundar 2018
Wenn Sie mehr über das Thema Aktien erfahren wollen, finden Sie in unserem Ratgeber viele interessante Artikel dazu!
Jetzt informieren!
Nachrichten zu Reginn hf.mehr Nachrichten
20.12.24 |
Heimar hf.: Exclusive Negotiations for Potential Acquisition of All Shares in Gróska ehf. (GlobeNewswire) |